Hvað, hvernig og af hverju ?
3toOne tilraunaverkefnið hófst 1995 og því rétt um 30 ár liðin frá þessu skemmtilega verkefni.
Tilefnið var löngun til að skapa tónlist sem silgdi aðeins utan við meginstrauma þess tíma. Tónlist sem næði ef til vill að lifa af tísku og tíðaranda. Tónlist sem væri gaman að skapa og spila. Eftir upptökur á fyrstu lögunum kom enda í ljós að erfitt reyndist að finna útgáfuaðila því tónlistin þótti ekki líkleg til vinsælda sem kom okkur í 3toOne alls ekki á óvart enda hvorki markmiðið að ná sérstökum vinsældum né að þóknast markaðinum. Þetta þótti bæði undarlegt og öðruvísi og sumt jafnvel erfitt áheyrnar. Við gátum ekki verið meira ósammála...